Heimsend jólatré slá í gegn

Heimsend jólatré slá í gegn

13.12.2020 - 21:10

Höfundar

Margir líta á það sem hluta jólaundirbúnings að ná sér í jólatré, en félagar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík koma færandi hendi með jólaanda og jólatré heim til fólks. 

Hjalti Björnsson hjá Flugbjörgunarsveitinni segir mikla aukningu í sölu jólatrjáa hjá Flugbjörgunarsveitinni, hún sé um 250 prósentum meiri en í fyrra.

Hann segir að þetta fyrirkomulag sé í takt við annað í samfélaginu. „Fólk vill snertilaus samskipti og vill fá jólatré án þess að koma út á meðal fólks. Við stofnuðum því netsölu í hvelli,“ segir Hjalti og bætir við að fyrirkomulagið sé að „svínvirka“.