Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Rafmagnslaust á Hvolsvelli og nágrenni í rúma tvo tíma

12.12.2020 - 08:38
Mynd með færslu
 Mynd: RARIK
Frá klukkan 05:45 til 08:00 í morgun var rafmagnslaust á Hvolsvelli, sums staðar á Rangárvöllum, og í hluta Fljótshlíðar og Landeyjar. Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi varð rafmagnsbilun í spennustöð á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan sex í morgun sem tókst að laga um áttaleytið.
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV