Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Allt að 120 prósenta verðmunur á borðspilum

12.12.2020 - 13:58
Mynd með færslu
 Mynd: ASÍ
Allt að 120 prósenta verðmunur er á borðspilum milli verslana. Samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ eru flest borðspil ódýrust í A4 og dýrust í versluninni Margt og mikið. Mesta úrvalið er í Spilavinum.

Sem dæmi má nefna að íslenska Skrabblið er 3.191 krónum ódýrara í Hagkaupum heldur en í Margt og mikið, eða næstum tvöfalt ódýrara. Spilið Ticket to Ride Europe er einnig rúmlega þrjú þusund krónum dýrara í Margt og mikið heldur en í A4, rúmlega tvöfalt dýrara.

Verðlagseftirlitið kannaði verð á 30 spilum. Ef afsláttur var gefinn upp af verði var hann tekinn til greina. Könnunin var gerð á sama tíma í öllum verslunum en þær eru; Heimkaup.is, Kids Coolshop, Hagkaup, Elko, Spilavinir, Nexus, Margt og mikið og A4.