Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Enska leikkonan Barbara Windsor látin

11.12.2020 - 10:46
epa08876553 (FILE) - British former actress Barbara Windsor (R) and her husband Scott Mitchell  (L) arrive in Downing Street in London, Britain, 02 September 2019 (reissued 11 December 2020). Windsor passed away on 10 December in London at the age of 83, according to a statement released by her husband on 11 December.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Enska leikkonan Barbara Windsor er látin, 83 ára að aldri. Íslendingar þekkja hana sennilega best úr gamanmyndaröðinni Carry On og sem veitingakonuna Peggy Mithchell í þáttaröðinni East Enders.Hún hlaut jafngildi riddaratignar árið 2016.

Peggy Windsor greindist með Alzheimer-sjúkdóminn árið 2014 og beitti sér ötullega fyrir bættum aðbúnaði fólks með heilabilunarsjúkdóma. Hún lést á hjúkrunarheimili í Lundúnum og að sögn Scotts Mitchell eiginmanns hennar voru síðustu dagar hennar í sama anda og öll hennar ævi, þrungnir gamansemi og baráttuanda. 

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands minnist Peggy Windsor með hlýju, segir hana ætíð hafa barist fyrir fólk sem minna mátti sín enda hafi það verið auk leiklistarferilsins ein helsta ástæða þess að Elísabet II Bretadrottning aðlaði hana á sínum tíma.

Windsor fæddist 6. ágúst 1937 og breytti nafni sínu úr Barbara Deeks í Windsor til heiðurs konungsfjölskyldunni árið 1953. Hún öðlaðist mikla frægð fyrir leik sinn í Carry On myndunum á frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar. 

 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV