Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Amnesty sakar Asera og Armena um stríðsglæpi

epa08870401 (02/13) The damaged frame of a house shows the effects of days of shelling in Nagorno Karabakh, in Stepanakert, 31 October 2020. Although only some isolated areas in Stepanakert were directly targeted by the Azerbaijani forces, the effects of the battle were easy to spot. According to the Nagorno Karabakh Human Rights Ombudsman, some 14,000 homes and civilian properties were damaged in the conflict.  EPA-EFE/RICARDO GARCIA VILANOVA  ATTENTION: For the full PHOTO ESSAY text please see Advisory Notice epa08870399
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja stríðsglæpi hafa verið framda í átökum Asera og Armena um fjallahéraði Nagorno-Karabakh í haust. Aftökur hermanna og borgara án dóms og laga, pyntingar og misþyrmingar á stríðsföngum og svívirðing jarðneskra leifa fallinna hermanna er á meðal þeirra stríðsglæpa sem rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós.

Sérfræðingar Amnesty rýndu í 22 myndskeið, sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að tekin voru upp á stríðssvæðinu. Í tilkynningu samtakanna segir að hermenn beggja stríðsaðila hafi sýnt af sér skelfilega grimmd og sýnt öllum reglum um stríðsrekstur fullkomna fyrirlitningu.

„Níðingsskapurinn og skorturinn á mannúð sem sjá má á upptökunum sýnir meðvitaðan ásetning um að valda fórnarlömbunum dauða, líkamstjóni og auðmýkingu,“ segir í tilkynningu samtakanna, sem hvetja stjórnvöld í báðum löndum til að hefja rannsókn á glæpum herja sinna í stríðinu.

Báðir stríðsaðilar hafa sakað hinn um stríðsglæpi en hvorugur hefur til þessa viljað kannast við slíkt í eigin ranni.