Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór 113 sjúkraflutningaferðir síðasta sólarhringinn og 17 af þeim voru tengdar COVID-19. Dælubílar slökkviliðsins þurftu að sinna þremur verkefnum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það sé ekki óvenjulegt að fjöldi sjúkraflutninga fari yfir hundrað á sólarhring, enda hafi verið mikið annríki hjá slökkviliðinu í allt haust.