Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

113 sjúkraflutningar og 17 tengdir COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór 113 sjúkraflutningaferðir síðasta sólarhringinn og 17 af þeim voru tengdar COVID-19. Dælubílar slökkviliðsins þurftu að sinna þremur verkefnum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það sé ekki óvenjulegt að fjöldi sjúkraflutninga fari yfir hundrað á sólarhring, enda hafi verið mikið annríki hjá slökkviliðinu í allt haust.

Mbl.is greinir frá því að sex ein­stak­ling­ar hið minnsta, bæði börn og full­orðnir, sem búa í sama húsi hafi verið fluttir í far­sótt­ar­húsið við Rauðar­ár­stíg í gær. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að lítið sé hægt að segja fyrr en búið sé að fara yfir tölur gærdagsins. Sú vinna sé farin af stað og henni ljúki á ellefta tímanum í dag.