Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Veita 5.000 undanþágur á ári

10.12.2020 - 15:52
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Samgöngustofa og Vegagerðin veita um 5.000 undanþágur fra reglum um þungaflutninga á hverju ári, en slíkar reglur eru settar um stærð og þyngd ökutækja sem mega aka um tiltekna vegi og brýr. Algengasta ástæða undanþágubeiðni, auk almennrar þungaumferðar, er vegna flutninga atvinnutækja á milli landshluta.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins.

Í svarinu kemur fram að á hverjum degi séu um 20 umsóknir af þessu tagi afgreiddar. Sótt sé um undanþágu fyrir tiltekna leið en ekki einstaka vegarkafla eða brýr og gilda þær ýmist við stakan flutning á tilteknum tíma eða eru skilyrtar við tiltekin tímamörk.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir