Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Rússar unnu Svartfellinga naumlega

Mynd: EPA-EFE / RITZAU SCANPIX

Rússar unnu Svartfellinga naumlega

10.12.2020 - 18:40
Leik Svartfjallalands og Rússland á EM kvenna í handbolta lauk rétt í þessu. Rússar tefldu á tæpasta vaði en náðu á endanum að kría út sigur eftir að Svartfellingar fóru illa með lokasóknina sína í leiknum.

Rússland kom í milliriðilinn með 4 stig á meðan Svartfjallaland var án stiga. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og stóð 13-13 að honum loknum. Sama jafnræðið var í seinni hálfleik.

Rússland komst fjórum mörkum yfir en Svartfjallaland minnkaði í eitt mark og átti lokasóknina. Hún varð að engu og Rússland vann 24-23 og er áfram með fullt hús stiga.