Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Minnst tveir fórust í eldsvoða í Badalona

10.12.2020 - 08:16
Erlent · Katalónía · Spánn · Evrópa
Firefighters work to extinguish a fire at a building in Badalona, Barcelona, Spain, Thursday, Dec. 10, 2020. Authorities in northeastern Spain say a fire has raged through an abandoned building occupied by squatters in the city of Badalona, injuring at least 17 people, including two in critical condition. Firefighters say they rescued around 30 people from windows as the building burned late Wednesday. (AP Photo/Joan Mateu)
Slökkviliðsmaður við störf í Badalona í nótt. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Að minnsta kosti tveir fórust og sautján slösuðust í eldi í vörugeymslu í Badalona í Katalóníu, norður af Barcelona. Eldurinn blossaði þar upp í nótt og var fjölmennt slökkvilið þar enn við störf í morgunsárið, en óttast var að byggingin hryndi.

Að sögn spænskra fjölmiðla var byggingin dvalarstaður hústökufólks og ber fregnum ekki saman um hversu margir hafi verið þar inni þegar eldurinn kviknaði.

Yfirvöld í Badalona segja að sextíu hafi fundist, sumir þeirra meiddir, en margir hafi forðað sér út um glugga og flúið, þannig að yfir 150 kunni að hafa verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV