Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Enn langt á milli Breta og ESB

Mynd: EPA-EFE / EPA POOL
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu pattstöðuna í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Kvöldverðarfundur Boris Johnsons og Ursulu von der Leyen skilaði engri niðurstöðu annarri en að viðræðum yrði haldið áfram til sunnudags. Mikið skilur enn í milli.

Frederiksen biðst afsökunar

Árið 1951 voru 22 framúrskarandi grænlensk börn send til Danmerkur þar sem þau áttu að læra dönsku, danska siði og háttu. Þau áttu síðan að vera í farabroddi við að þróa samfélagið til nútímahátta. Það datt engum í hug að spyrja Grænlendingana hvað þeir vildu, allir gengu út frá því að vestrænt nútímasamfélag væri á allan hátt betra en frumstætt veiðimannasamfélag. Nú hefur Mette Frederiksen beðið þau sex sem enn eru á lífi af börnunum 22 afsökunar fyrir hönd Danmerkur.