Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Albert og félagar féllu úr leik á dramatískan hátt

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Albert og félagar féllu úr leik á dramatískan hátt

10.12.2020 - 20:03
Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar eru fallnir úr leik í Evrópudeildinni á dramatískan hátt í vegna sviptinga á lokamínútum leikjanna tveggja í F-riðli. Rúnar Alex stóð í marki Arsenal sem vann 4-2 sigur á Dundalk

Real Sociedad var með jafn mörg stig og AZ fyrir leiki kvöldsins í F-riðli, hvort lið með 8 stig og Napólí með 10. Það var orðið ljóst að Rijeka væri úr leik en það var opið fyrir öll hin.

Rijeka komst yfir með marki frá Luka Menalo 52. mínútu og skömmu síðar fékk Albert dauðafæri, einn fyrir framan markið, en hitti ekki boltann nógu vel og skaut framhjá. Owen Winjdal jafnaði svo metin fyrir AZ skömmu seinna og staðan orðin 1-1.

Allt fram í uppbótartíma leit út fyrir að AZ Alkmaar væri á leið upp úr riðlinum þar sem Real Sociedad var 1-0 undir á móti Napólí. Willian Jose jafnaði hins vegar metin fyrir Napólí á 90. mínútu og til að bæta gráu ofan á svart fyrir AZ Alkmaar kom Ivan Tomecak Rijeka í 2-1 á 93. mínútu.

Napólí vinnur því riðilinn með 11 stig en Real Sociedad endar í öðru sæti riðilsins með níu stig og fara því áfram. AZ og Rijeka sitja hins vegar eftir með sárt ennið, AZ með 8 stig og Rijeka með fjögur.

Rúnar Alex fékk á sig tvö mörk en Arsenal komið áfram

Þá var Rúnar Alex Rúnarsson á milli stanganna hjá Arsenal sem mætti Dundalk. Edward Nketiah kom Arsenal yfir á 12. mínútu og Mohamed Elneny tvöfaldaði forystuna sex mínútum síðar og staðan 1-2. Jordan Flores minnkaði svo muninn fyrir heimamenn í Dundalk á 22. mínútu. Joseph Willock bætti svo við þriðja marki Arsenal á 67. mínútu og Folarin Balogun því fjórða 80. mínútu og staðan orðin 4-1. Sean Hoare minnkaði muninn fyrir heimamenn í 4-2 fimm mínútum síðar en það urðu lokatölur. Arsenal var þegar búið að tryggja sér sigur í B-riðli með fullt hús stiga, 18 stig, og Molde fer upp úr riðlinum með þeim með tíu stig, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Rapid Wien í kvöld.
 

Sverrir spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn þegar að PAOK gerði markalaust jafntefli gegn hans gömlu félögum í  Granada. PAOK komst ekki áfram upp úr E-riðli og lýkur keppni í riðlinum með sex stig.