Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tilboð Samherja runnið út án yfirtöku á Eimskipi

09.12.2020 - 12:15
Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd
Samherji Holding tekur ekki yfir eignarhaldi á Eimskipi. Yfirtökutilboð Samherja á fyrirtækinu rann út í gær og var því tekið af eigendum sem áttu 0.011 prósent af hlutafé Eimskips, í allt hlutafé þess. Þessi prósenta dugir þó ekki til yfirtöku hjá Samherja. Samherji er stærsti eigandi Eimskips og hefur myndast yfirtökuskylda hjá fyrirtækinu í tvígang á þessu ári, en það fékkst undanþága frá þeirri fyrri vegna faraldursins.

„Kaupin end­ur­spegla þá til­trú sem við höfum á rekstri Eim­skips og þær vænt­ingar sem við höfum til félags­ins. Það er ánægju­legt að mik­ill meiri­hluti hlut­hafa Eim­skips deilir þeirri sýn með okk­ur. Það var og verður áfram afstaða Sam­herja Hold­ing að Eim­skip sé vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hluta­bréfa­markað og við bindum vonir við að eiga áfram gott sam­starf við aðra hlut­hafa félags­ins,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í tilkynningu til Kauphallar. Kjarninn greinir frá. Samherji fór yfir 30 pró­senta við­miðið til að ljúka til­boðs­skyldu á yfirtöku sem skapaðist í mars. 

Auglýsing fyrir yfirtökutilboð Samherja í Eimskip var birt í Morgunblaðinu og Kauphöll 5. nóvember. Tilboðið stóð frá þriðjudeginum 10. nóvember til 8. desember og tók til þeirra sem eiga hlutabréf í félaginu þegar mörkuðum er lokað mánudaginn 9. nóvember. Á tímabilinu geta þeir hluthafar selt Samherja eign sína á 175 krónur fyrir hvern hlut. 

Tilboðið tók til allra bréfa sem ekki eru þegar í eigu Samherja Holding ehf. eða Eimskipafélagsins sjálfs. Útgefnir hlutir í félaginu eru alls 187 milljónir, þar af á Samherji 51,15 milljónir og Eimskip sjálft um 6,13 milljónir. Bréf í annarra eigu eru um 129,72 milljónir talsins. Greint var frá því 21. októ­ber síð­ast­lið­inn að Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, væri kom­inn aftur yfir 30 pró­sent eign­ar­hlut í Eim­skip sem skyldar félagið til að gera yfir­tökutil­boð. Þetta var í annað sinn á þessu ári sem Sam­herji Hold­ing fór yfir 30 pró­­sent hlut í Eim­­skip, en við það mynd­­ast lög­­bundin yfir­­­töku­­skylda. Það gerð­ist fyrst 10. mars 2020.