Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Sóttvarnareglur hertar í Suður-Kóreu

09.12.2020 - 08:59
epa08845226 People wait in line to receive coronavirus tests at a makeshift clinic at a parking lot of the Dongjak Ward office in Seoul, South Korea, 27 November 2020. On the same day, the daily number of novel coronavirus cases in South Korea exceeded 500 for the second straight day as health authorities grapple with sporadic cluster infections across the country amid the third wave of the pandemic.  EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUTIMAGE PIXELLATED AT SOURCE
Raðir hafa myndast við skimunarstaði í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, undanfarna daga. Mynd: EPA-EFE - YNA
Nærri 670 greindust með kórónuveirusmit í Suður-Kóreu síðasta sólarhring, sem er næst mesti fjöldi á einum degi frá upphafi faraldursins þar í landi. Undanfarna viku hafa daglega greinst ríflega sex hundruð með kórónuveiruna í Suður-Kóreu.

Nýjar og hertar ráðstafanir til að reyna að hindra útbreiðslu veirunnar tóku gildi í gær og aukin áhersla verður lögð á skimun fyrir veirunni. Þá hafa stjórnvöld heimilað sjúkrahúsum að útskrifa suma sjúklinga fyrr til að skapa pláss fyrir sjúklinga með COVID-19.

Hátt í fjörutíu þúsund hafa greinst með kórónuveirusmit í Suður-Kóreu frá upphafi faraldursins, en 556 hafa þar dáið úr COVID-19. Stjórnvöld hafa samið við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni fyrir 44 milljónir manna.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV