Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ríkustu 5% áttu 40% af öllu eigin fé

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
242 fjölskyldur, sem eru það 0,1% framteljenda sem mest áttu í lok síðasta árs, áttu tæp 6% af eigin fé allra framteljenda og 4% allra heildareigna. Ríkustu 5% áttu 40,1% af öllu því fé sem talið var fram. Hagur þeirra Íslendinga sem mest eiga hefur vænkast talsvert frá árinu 1998.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar.

Logi spurði þar um eignir og tekjur þeirra sem mest eiga frá árinu 1998 til loka síðasta árs. Í svarinu, sem er byggt á skattframtalsgögnum frá embætti ríkisskattstjóra, er þróun eigna og tekna þessara hópa rakin aftur til ársins 1998. Þar kemur fram að hlutfall eigin fjár fólks í þessum hópi af eigin fé allra landsmanna er hærra nú en það var fyrir 22 árum. Það sama gildir um heildareignir og hlutfall tekna þessa eigna- og tekjuhæsta hóps landsmanna.

0,1% átti samtals 282 milljarða

Hlutfall eigin fjár hjá þeim sem áttu mest af heildar eigin fé

Efstu 5%
Efsta 1%
Efsta 0,1%
 

60%

2010 56,3%

50%

40%

30%

20%

2019 17,3%

1998 16,8%

10%

2019 5,7%

0%

1998

2005

2010

2019

Eigið fé þess 0,1% framteljenda sem mest áttu í lok síðasta árs var 282 milljarðar króna og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra framteljenda var 5,7%. Heildareignir þessa hóps voru 289 milljarðar kr. eða sem nam 4,0% af heildareignum.  Í þessum hópi eru 242  fjölskyldur.

Ríkustu 1% áttu um 17% af öllu eigin fé

Þau 1% sem áttu mestar eignir í lok ársins áttu samtals 865 milljarða og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra framteljenda var 17,3%. Heildareignir þessa hóps, sem samanstendur af 2.420 fjölskyldum, voru 905 milljarðar króna sem svarar til 12,6% af heildareignum allra framteljenda. 

Hlutfall heildareigna hjá þeim sem áttu mest

Efstu 5%
Efsta 1%
Efsta 0,1%
 

60%

50%

40%

2007 33,1%

30%

20%

2019 12,6%

10%

2014 2,4%

0%

1998

2005

2010

2019

Eigið fé þeirra 5% sem áttu mestar eignir í lok síðasta árs var 1.999 milljarðar króna. Hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra framteljenda var 40,1%. Heildareignir þeirra voru 2.232 milljarðar kr. og hlutfall eigna þeirra af heildareignum allra framteljenda var 31,2%. Í þessum hópi eru 12.100 fjölskyldur. 

Tekjuhæsta 0,1% var með samtals 48 milljarða

Hlutfall heildartekna með fjármagstekjum hjá þeim tekjuhæstu

Efstu 5%
Efsta 1%
Efsta 0,1%
 

40%

2007 33,2%

30%

2007 20,2%

20%

2019 9,4%

2010 7,2%

10%

1998 6,0%

0%

1998

2005

2010

2019

Heildartekjur hjá tekjuhæsta 0,1% framteljenda með fjármagnstekjum  voru samtals 48 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af heildartekjum var 2,5%. Heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæsta 1% framteljenda voru 152 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af öllum tekjum var 7,8%.

Heildartekjur tekjuhæstu 5% framteljenda voru 411 milljarðar kr. árið 2019 og hlutfall tekna þeirra af heildartekjum allra framteljenda var 21,0%. 

Þau 5% sem voru með mestar tekjur áttu 23% af öllu eigin fé 

Tekjuhæsta 0,1% framteljenda átti við lok árs 2019 samanlagt 2,6% af eigin fé allra framteljenda. Það svarar til 1,9% af heildareignum allra framteljenda. Tekjuhæsta 1% framteljenda átti samanlagt 9,1% af eigin fé allra framteljenda og 7,2% af heildareignum. 

Tekjuhæstu 5% framteljenda áttu samanlagt 23,2% af eigin fé allra framteljenda og 20,6% af heildareign allra. Tekjuhæstu 10% framteljenda áttu samkvæmt skattframtölum samanlagt 35,5% af eigin fé allra framteljenda og 33,1% af heildareignum. 

Hlutfall heildartekna án fjármagstekjum hjá þeim tekjuhæstu

Efstu 5%
Efsta 1%
Efsta 0,1%
 

40%

30%

2007 20,3%

20%

2007 7,4%

10%

2019 5,5%

2010 5,7%

1998 5,1%

0%

1998

2005

2010

2019

Þegar fjármagnstekjuskattur var undanskilinn voru heildartekjur tekjuhæsta 0,1% framteljenda 19 milljarðar kr. og hlutfall þeirra af tekjum allra framteljenda var 1,0%. Heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæsta 1% voru 101 milljarðar kr. eða sem svaraði til 5, 5% af heildartekjum allra framteljenda. 

Heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæstu 5% framteljenda voru 338 milljarðar kr. árið 2019 og hlutfall þeirra af tekjum allra framteljenda var 18,4%. 

Hlutfall eigin fjár af heild og hlutfall heildareigna af heild hjá tekjuhæsta hluta framteljenda

Eigið fé efstu 10%
Heildar eign efsta 10%
Eigið fé efsta 1%
Heildareign efsta 1%
 

60%

50%

2008 45,9%

2007 37,6%

40%

2019 35,0%

2019 33,1%

30%

2008 17,9%

20%

2011 11,0%

2019 9,1%

10%

2019 7,2%

0%

1998

2005

2010

2019