Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Lögregla bíður umsagnar ráðuneytis um togarann

Ísafjörður Höfnin Bryggja BátÍsafjörður Höfnin Bryggja Bátur skip Júlíus Geirmundsson ÍS270
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.is
Lögreglan á Vestfjörðum bíður nú umsagnar samgönguráðuneytisins um mál skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Að henni fenginni verður hægt að ákveða næstu skref.

Þetta er í samræmi við sjómannalög en þar segir að mál sem varða brot á þeim skuli senda til ráðuneytis til umsagnar áður en ákveðið er hvort kært sé eða ekki. Lögreglan á Vestfjörðum segist hafa sent tilkynningu til sjávarútvegsráðuneytis 30. nóvember og bíði nú umsagnarinnar. 

22 af 25 skipverjum togarans smituðust af COVID-19 í þriggja vikna veiðiferð í haust eftir að skipstjóri ákvað að snúa ekki í land í sýnatöku þegar einkenna varð vart um borð. 

Fréttin hefur verið leiðrétt en upphaflega stóð að beðið væri eftir umsögn sjávarútvegsráðuneytisins.