Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Taktu þátt í að velja jólalag Rásar 2

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - RúV

Taktu þátt í að velja jólalag Rásar 2

08.12.2020 - 15:30

Höfundar

Um 100 frumsamin jólalög bárust í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár og tíu þeirra eru komin í úrslit. Nú viljum við fá álit landsmanna – hvert þeirra þykir þér best?

Jólalagakeppni Rásar 2 er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi RÚV en hún er nú haldin í átjánda sinn. Sérstök dómnefnd fór í gegnum öll innsend lög í keppninni í ár og valdi tíu þeirra til úrslita. Það er síðan í höndum hlustenda  að kjósa úr þeim sitt uppáhalds jólalag og atkvæði þeirra gilda jafnt á móti dómnefnd. 

Kosningu lýkur á miðnætti föstudagskvöldið 11. desember og úrslitin verða tilkynnt í Morgunkaffinu á laugardagsmorgun. Lagið sem verður fyrir valinu fær útnefninguna jólalag Rásar 2 árið 2020 og sigurvegarinn vegleg verðlaun auk þess sem sigurlagið verður flutt á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar.

 

Create your own user feedback survey