Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Kórónuveirutilfellum fjölgar í Færeyjum

08.12.2020 - 04:25
Skjáskot úr fréttum færeyska Kringvarpsins af biðröð bíla og fólks eftir að fara í skimun vegna kórónuveirunnar. Frá Þórshöfn og Klakksvík
 Mynd: KRF - Kringvarp Færeyja
Sjö ný kórónuveirutilfelli verið staðfest í Færeyjum það sem af er desember, öll nema eitt við landamærin.

Því er búist við að tilfellum eigi eftir að fjölga nokkuð í desember en alls greindust sjö með veiruna í nóvember-mánuði.

Opinberar tölur sýna að 510 hafa smitast í Færeyjum frá því að faraldurinn skall á en nú eru níu virk smit í landinu. Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna COVID-19.