Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Enn finnast dularfullar gljáandi súlur

08.12.2020 - 01:06
Mynd með færslu
 Mynd: AFP
Enn ein dularfull gljáandi, þriggja metra há súla hefur fundist, nú á strönd Wighteyju undan suðurströnd Englands. Fyrsta súlan fannst í eyðimörk i Utah í nóvember, önnur á fjallstindi í Kaliforníu og enn önnur í Rúmeníu.

Tilkynningar bárust frá Hollandi um helgina að svipað fyrirbæri hefði fundist þar. Íbúar á Wighteyju segjast ekki hafa minnstu hugmynd um hvaðan súlan kom, og talsmaður National Trust sem annast náttúruvernd og friðun sögulegra bygginga á Bretlandi, er jafn gáttaður.

National Trust á hluta Compton-strandar þar sem súlan stendur á trésökkli og lýst sem hún sé gerð úr spegilgljáandi plasti eða plexigleri. Að sögn talsmanns National Trust stendur ekki til að fjarlægja súluna en eftirlit er haft með því að ströndin yfirfyllist ekki af forvitnu fólki.

Enn er ekki ljóst hvaða súlurnar koma en fréttastofan CNN greinir frá því að listasafnið The Most Famous Artist í Santa Fe hafi auglýst sambærilegan hlut til sölu sem nú sé seldur.