Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent að íbúðahúsnæði á Nýbýlavegi í Kópavogi skömmu fyrir klukkan hálf eitt. Vel gekk að slökkva eldinn, sem kviknaði út frá jólaskreytingu og varð minniháttar tjón af.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kom eldurinn upp í bílskúr við húsið. Enginn var í skúrnum og tókst slökkviliðsmönnum að hefta útbreiðslu eldsins, þannig að hann barst ekki í aðrar byggingar.