Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eldur í jólaskrauti í Kópavogi

Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / Ljósmynd
Minniháttar tjón varð þegar eldur kviknaði út frá jólaskreytingu í bílskúr við íbúðahús á Nýbýlavegi í hádeginu í dag. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, að sögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og barst hann ekki í aðrar byggingar.