Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Á sjúkrahús eftir slagsmál

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt voru af ýmsu tagi að vanda. Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um slagsmál í Laugardalshverfi og voru fjórir menn handteknir vegna gruns um líkamsárás.

Þeir voru allir ölvaðir og voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.  Þá þurfti að flytja einn þeirra til aðhlynningar á bráðadeild en sá mun hafa verið sleginn í andlitið með flösku eða glasi og þar voru saumuð sex spor í andlit hans.

Skömmu fyrir klukkan 12 var tilkynnt um að menn hefðu sést fara inn í skúr við skautasvell Nova á Ingólfstorgi og stela þar skautum.

Um klukkan hálf tíu var tilkynnt um líkamsárás í Mosfellsbæ, en þar höfðu þrír karlar og ein kona ráðist á par og veitt því áverka eftir deilur. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi er lögreglu bar að garði, en þeir eru einnig grunaðir um hótanir, eignaspjöll og rán.

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir