Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

28. andlátið vegna COVID-19

08.12.2020 - 08:48
Mynd með færslu
 Mynd:  - Pexels
Sjúklingur lést á Landspítalanum vegna COVID-19 á síðasta sólarhring. Þetta kemur fram á vef Landspítalans og þar er aðstandendum vottuð samúð.

Þetta er 28 andlátið vegna COVID-19 hér á landi síðan kórónuveiran greindist hér fyrst í febrúar. Í vor létust 10 en síðan í haust hafa 18 látist.

Í tölum gærdagsins á COVID.is kom fram að 36 væru á sjúkrahúsi með COVID-19 sjúkdóminn, þar af þrír á gjörgæslu.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV