Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Þvotti stolið og brotist inn í hraðbanka

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um kvöldmatarleytið í gær sem voru grunaður um að hafa brotist inn í hús á póstnúmerasvæði 105. Þeir gista nú fangageymslur.

Dagbók lögreglunnar gefur til kynna að lögregla hafi ekki þurft að sinna mörgum erindum í gærkvöld og í nótt.

Í gærkvöldi komust þó tvær konur undan á flótta eftir að hafa stolið fötum úr sameiginlegu þvottahúsi fjölbýlishúss í Kópavogi og í nótt var maður handtekinn sem braust inn í hraðbanka á Seltjarnarnesi. Hann situr nú í fangageymslu meðan málið er rannsakað.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV