Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Mögulegt væri að bólusetja alla á örfáum dögum

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Jónsson - RÚV
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir mögulegt að bólusetja fleiri tugþúsundir manna gegn kórónuveirunni daglega.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og að Heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins séu að undirbúa komandi bólusetningar.

Fram kemur að til standi að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut til bólusetninga. Haft er eftir Óskari að unnt verði að bólusetja tuttugu á klukkustund í hverri skólastofu.

„Í einhverjum tilfellum þarf að fara inn á heimili, t.d. fyrir fatlaða eða inn á hjúkrunarheimili," segir Óskar. Hann segir að gerlegt væri að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum fengist nægt bóluefni.