Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Tekist á um fjárlög í Bandaríkjunum

06.12.2020 - 23:30
epa04957662 A general view of the US Capitol Building, in Washington, DC, USA, 30 September 2015. On the last day of the fiscal year the Senate approved a bill to avert a partial shutdown of the U.S. government and the bill is expected to be voted on in
 Mynd: EPA - EPA
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru nú í kapphlaupi við tímann að búa til björgunarpakka fyrir bágstatt efnahagslíf landsins og fjárlög næsta ár. Einnig þarf að ákveða fjárframlög til varnarmála.

Heimildir yfirstandandi fjárlagaárs renna út 11. desember og náist ekki að samþykkja nýjar fjárheimildir neyðast alríkisstofnanir fljótlega til að stöðva starfsemi sína. 

Þingið gæti samþykkt lög sem leyfðu tímabundna framlengingu sem kæmi þá í veg fyrir lokanir stofnana. Jafnframt gæfist þingmönnum þá andrými fram að jólum til að komast að samkomulagi um fjárlög ársins 2021.

Deilur um  björgunarpakka vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins hafa staðið mánuðum saman í þinginu. Þingmenn beggja flokka hafa unnið alla helgina að orðalagi frumvarps sem búist er við að verði kynnt í næstu viku. Enn er deilt um fjárhæðir.