Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Dularfullur sjúkdómur herjar á indverska borg

06.12.2020 - 21:54
epa08866081 Indian people wearing face mask wait for their COVID-19 test results, in Mumbai, India, 06 December 2020. According to reports, India has the second-highest number of COVID-19 infections in the world.  EPA-EFE/DIVYAKANT SOLANKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Meira en 140 manns hafa verið lagðir inn á spítala í indversku borginni Eluru eftir að hafa veikst af dularfullum sjúkdómi. Enn veit enginn um hvaða sjúkdóm er að ræða en allir sjúklingarnir hafa farið í COVID próf og reynst neikvæðir.

Meðal einkenna hinnar óþekktu pestar eru ógleði, flog og yfirlið. Flestir sem lagðir hafa verið inn vegna þessa voru fljótt útskrifaðir af sjúkrahúsi en einhverjir veikst alvarlega.

Samkvæmt embættismanni sem The Indian Express ræddi við byrjuðu hinir veiku skyndilega að kasta upp, einkum börn, og fundu fyrir roða í augum. Einhverjir féllu í yfirlið og flog.

Allir sem veikst hafa hafa auk COVID prófs farið í blóðprufu sem ekki hefur varpað ljósi á uppsprettu sjúkdómsins. Beðið er niðurstöðu frekari rannsókna sem heilbrigðismálaráðherra Andhra Pradesh-fylkis, þar sem Eluru borg er að finna, vonast til að leiði sannleikann í ljós.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV