Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Samningaviðræður Breta og ESB halda áfram á morgun

epa08862288 A pro-EU demonstrator waits at the conference hall attended by EU and British diplomats during Brexit negotiations in London, Britain, 04 December 2020. British and EU negotiators are holding talks to thrash out a Brexit deal ahead of the 31 December 2020 transition deadline. A negotiations phase of eleven months that started on 31 January 2020 following the UK's exit from the EU ends on 31 December 2020.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Samningaviðræður fulltrúa Breta og Evrópasambandsins um viðskiptasamning eftir útgöngu Breta um áramót halda áfram á morgun, sunnudag.

Tilkynning þess efnis barst eftir klukkustundarlangan símafund Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjónar ESB, síðdegis í dag.

Í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra kemur fram að þrátt fyrir að enn beri talsvert í milli vilji þau að samninganefndir reyni hvað þær geti að leysa þann ágreining. Tíminn gerist naumur en Bretar yfirgefa ESB endanlega um áramót.

Johnson og von der Leyen hyggjast ræða saman á ný á mánudaginn. Í yfirlýsingu leiðtoganna segir að ekki sé fýsilegt að gera samning án þess að leysti verði úr helstu ágreiningsmálunum sem lúta að hvernig fiskveiðum verði háttað, samkeppnisstöðu fyrirtækja og hvernig leysa skuli möguleg deilumál.