Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kínverskt tunglfar snýr aftur til jarðar

04.12.2020 - 03:32
epa08858503 A handout photo made available by the China National Space Administration (CNSA) shows Chang'e-5 spacecraft lander-ascender combination probe guttering samples on the moon on 03 December 2020. According to media reports, China's Chang'e-5 spacecraft successfully completed its mission collecting samples on the previously unexplored part of the moon where it landed on 01 December 2020 and its now preparing to carry back the world’s first lunar samples in four decades.  EPA-EFE/CHINA NATIONAL SPACE ADMINISTRAT HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE -  CHINA NATIONAL SPACE ADMINISTRA
Kínverska tunglfarinu Chang'e-5 fór af stað frá Stormahafinu á tunglinu um miðjan dag í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kínversku geimferðastofnuninni.

Geimhylkið sem ber mánasteina og efni af yfirborði tunglsins var skotið á sporbraut klukkan tíu mínútur yfir þrjú í gær. Í upptöku sem kínverska ríkissjónvarpið (CCTV) sýndi mátti sjá eldglæringar aftan úr hylkinu áður en það þaut af stað. Áður hafði sjálfvirkt farið komið kínverska fánanum upp á mánanum.

Chang'e-5, sem nefnt er eftir tunglgyðju úr kínverskum goðsagnaheimi, lenti á tunglinu á þriðjudaginn og er fyrsta kínverskra farartækið sem yfirgefur stað utan jarðarinnar. Geimhylkið þarf næst að tengjast geimfari sem færa á það til jarðar. Það er flókin aðgerð sem Kínverjar eru vongóðir um að heppnist vel.

Ætlunin er að farið lendi svo heilu og höldnu í Innri-Mongóliu. Verði heimferðin giftusöm verður Kína þriðja ríkið til að senda far til tunglsins og heim aftur.

Bandaríkin og Sovétríkin fóru í fjölmargar tunglferðir á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, sú síðasta var sovésk, Luna 24, sem farin var 1976. Kínverjar binda vonir við að koma upp mannaðri geimstöð fyrir árið 2022 og stefna ótrauðir að því að senda menn til tunglsins.