Kári á leið til Girona

Mynd með færslu
Kári Jónsson fór fyrir sínum mönnum en þetta var hans fyrsti leikur eftir meiðsli Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

Kári á leið til Girona

04.12.2020 - 20:47
Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið í spænsku b-deildina en Girona greindi frá komu Kára á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Körfuknattleiksdeild Hauka greindi frá því í dag að félagið hefði leyst Kára undan samningi sínum þar sem erlent félagslið hafi sýnt honum áhuga. Ekkert væri að gerast í körfuboltanum á Íslandi um þessar mundir og því hafi körfuknattleiksdeild Hauka leyft Kára að fara til Katalóníu.

Kári hef­ur áður leikið í Katalón­íu en árið 2018 var hann keyptur til Barcelona. Þar lék hann með varaliði félagsins en eftir erfið meiðsli fór Kári í tvær aðgerðir og var lengi frá.