Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Joe Biden ætlar að láta bólusetja sig opinberlega

President-elect Joe Biden wavs as he leaves The Queen theater, Tuesday, Nov. 10, 2020, in Wilmington, Del. (AP Photo/Carolyn Kaster)
 Mynd: AP
Joe Biden, tilvonandi Bandaríkjaforseti, hefur farið þess á leit við Anthony Fauci forstjóra ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna að halda stöðu sinni.

Í samtali við Biden á CNN fréttastöðinni kom fram að hann vill hafa Fauci í COVID-19 teymi sínu eftir að hann tekur við embætti. Sömuleiðis ætlar Biden að hvetja landa sína til að ganga með grímur í 100 daga til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar.

Hann hyggst gefa út tilskipun sem fyrirskipar grímunotkun í stjórnarbyggingum og almenningsfarartækjum á borð við rútur og flugvélar sem ferðast ríkja í milli.

Til að auka traust á nýjum bóluefnum kvaðst Biden vera tilbúinn að láta bólusetja sig opinberlega eftir að þau hafi fengið markaðsleyfi. Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton, fyrrverandi forsetar, hafa tekið í sama streng.

Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna eða látist af völdum hennar.