Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékkst við fjölbreytt verkefni að vanda í gærkvöldi og í nótt. Um kvöldmatarleytið í gær barst lögreglu tilkynning um þjófnað úr matvöruverslun á Seltjarnarnesi, en þar hafði maður sett tvo lambahryggi undir úlpu sína en missti þá er hann hugðist yfirgefa verslunina.