Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Brexit-viðræður á ís

04.12.2020 - 20:45
epa08178728 An anti-Brexit demonstrator holds British-European flags in front of the European Parliament to express their dissatisfaction at Luxembourg place in Brussels, Belgium, 30 January 2020. Britain's withdrawal from the EU is set for midnight CET on 31 January 2020, as the Withdrawal Agreement was approved by the European Parliament on 29 January evening.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA
Viðræðum Breta og Evrópusambandsins um viðskiptasamning er Bretland gengur endanlega úr sambandinu í lok árs hefur verið slegið á frest. Talið er að mikið beri enn í milli.

Frá þessu greindu David Frost, aðalsamningamaður Breta, og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB á Twitter. Samningafundur hafa farið fram í Lundúnum í viku sem enn hafa ekki skilað árangri.

Barnier segir að „mikið standi á milli“ í viðræðunum. Forseti Evrópuráðsins Ursula Von Der Leyen og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands eiga símafund á morgun þar sem þau fara yfir stöðu mála.

Samkvæmt háttsettum heimildarmanni breska ríkisútvarpsins BBC innan bresku stjórnarinnar sýna þessar yfirlýsingar samningamannanna hve langt er í landi í viðræðunum.

Fari svo að ekki náist samningar milli Bretlands og ESB munu viðskipti milli landsins og sambandsins fara fram á grundvelli reglna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO. Það felur í sér að tollar verða lagðir á vörur fluttar milli Bretlands og ESB-ríkja.