Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Lífið þungbært fyrir fatlað fólk á Gaza-svæðinu

03.12.2020 - 05:55
epa04641354 (FILE) A file photo dated 01 July 2013 shows an Egyptian security guard on duty in a watch tower at the border post between Egypt and Gaza Strip in Rafah town, southern Gaza Strip. Media reports state the Cairo Court of Urgent Matters on 28
 Mynd: EPA - EPA FILE
Mannréttindavaktin segir líf fatlaðs fólks á Gaza-svæðinu sérstaklega erfitt. Því valdi herkví Ísraela og skortur á liðsinni af hálfu Hamas-liða sem ráða ríkjum á svæðinu. Tvær milljónir Palestínumanna búa á svæðinu sem hefur löngum verið þjakað af fátækt og afleiðingum stríðsátaka. 

Í skýrslu sem Mannréttindavaktin sendir frá sér í dag á Alþjóðadegi fatlaðs fólks segir að fatlað fólk á Gaza hafi allt frá árinu 2007 verið svipt ferðafrelsi sínu.

Emina Cerimovic rannsakandi hjá Mannréttindavaktinni að yfirráð Ísreala yfir austurlandamærum svæðisins komi í veg fyrir aðgang fatlaðs fólks að tækjabúnaði sem það þurfi til samskipta eða til að fara að heiman.

Mjög takmarkað sé hvers konar vörur megi megi flytja inn á svæðið auk þess sem Ísraelsmenn stjórni því magni eldsneytis sem íbúum svæðisins sé ætlað. Það verði til þess að eldsneyti skorti iðulega til að knýja eina raforkuverið sem aftur verður til þess að fatlað fólk hafi takmörkuð not af þeim tækjabúnaði sem það þó hefur.

Stjórn Hamas hefur um langa hríð látið hjá líða að koma upp lyftum eða skábrautum í fjölda húsa á Gaza-svæðinu. Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna til stuðnings réttindum fatlaðs fólks hefur verið haldinn allt frá árinu 1992.