Karlmaður lést eftir að hann festist í vatni úti í mýri í grennd við Selfoss í kvöld.
Maðurinn náði að kalla eftir aðstoð en fljótlega eftir að komið var að, dróg af honum og missti hann meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.