Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Festist í vatni og lést

03.12.2020 - 22:28
Mynd með færslu
 Mynd:  - Pexels
Karlmaður lést eftir að hann festist í vatni úti í mýri í grennd við Selfoss í kvöld. Maðurinn náði að kalla eftir aðstoð en fljótlega eftir að komið var að, dróg af honum og missti hann meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrstu fregnir af slysinu voru að maðurinn hefði fallið niður um vök en dánarorsök er ekki vituð að svo stöddu samkvæmt tilkynnningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 

Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn ásamt lögreglu voru kallaðar til á sjöunda tímanum. Lögreglan hefur málið til rannsóknar.

Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV