Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ferðaþjónustan fjögur ár að jafna sig eftir kreppuna

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að útlit sé fyrir að gjaldþrot í greininni verði færri en óttast var.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Jóhannes Þór uppsagnarstyrki, greiðsluskjól og stuðningslán hafa komið í veg fyrir tíðari gjaldþroti á árinu. Haft er eftir honum að erfitt verði að áætla hve hátt hlutfall fyrirtækja í ferðaþjónustu lifi faraldurinn af.

Hann kveðst nú vonbetri en í sumar en þá stóðu vonir til að ekki meira en 30 til 40 prósent ferðaþjónustufyrirtækja yrðu gjaldþrota. Hins vegar kunni gjaldþrotum að fjölga aftur næsta haust og að um fjögur ár taki fyrir ferðaþjónustuna að ná sama jafnvægi og fyrir kórónuveirukreppuna.