Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fellibylur við suðurodda Indlands

03.12.2020 - 08:49
Erlent · Asía · Indland · Sri Lanka
epa08856895 Fishermen push their boats on land in preparation for Cyclone Burevi in Dehiwala in the suburbs of Colombo, Sri Lanka, 02 December 2020. Cyclone Burev is expected to hit Sri Lanka's eastern coasts closer to Trincomalee in the evening of 02 December, according to forecasts by the Meteorological Department. It is expected to intensify across north-eastern Sri Lanka and head towards the southern coasts of India. Sri Lankan authorities including the Disaster Management Centre issued warnings of a likely storm condition which could cause wind damage, flooding and landslides in north-eastern areas.  EPA-EFE/CHAMILA KARUNARATHNE
Bátar voru dregnir upp á land á Sri Lanka áður en óveðrið skall þar á. Mynd: EPA-EFE - EPA
Viðvaranir hafa verið gefnar út í ríkjunum Tamil Nadu og Kerala á sunnanverðu Indlandi, en þangað stefnir fellibylurinn Burevi og er búist við að hann komi að landi í kvöld eða nótt.

Spáð er mikilli úrkomu á þessum slóðum næstu sólarhringa. Annar fellibylur fór þarna yfir í síðustu viku og fórust þá tuttugu og þrír í Tamil Nadu. 

Burevi kemur úr suðri og fór yfir Sri Lanka, en tjón varð þar mun minna en óttast hafði verið. Þar voru 75.000 manns flutt í öruggt skjól áður en óveðrið skall á.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV