Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Bretar samþykkja bóluefni Pfizer og BioNTech

02.12.2020 - 09:30
epa08856436 (FILE) - An undated handout made available by the German pharmaceutical company Biontech shows a hand holding an ampoule with BNT162b2, the mRNA-based vaccine candidate against COVID-19, in Mainz, Germany (reissued 02 December 2020). Britain?s Medicines & Healthcare Products Regulatory Agency (MHRA) granted on 02 December the authorization for emergency use of the Pfizer/BioNTech coronavirus vaccine BNT162b2.  EPA-EFE/BIONTECH SE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BIONTECH SE
Bretland var í dag fyrst ríkja til að leggja blessun sína yfir bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni fyrir almenna notkun. Breska lyfjaeftirlitið greindi frá þessu í morgun.

Það sagði að dreifing gæti hafist í næstu viku og fáum dögum síðar yrði hægt að fara að bólusetja þá sem mest þyrftu á að halda.  Bretar hafa þegar pantað fjörutíu milljónir skammta af bóluefni, sem dugar til að bólusetja tuttugu milljónir manna. Búist er við að fyrstu 800.000 skammtarnir berist Bretum á næstu dögum.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í morgun að haft yrði samband við fólk þegar það gæti fengið bólusetningu. Boris Johnson forsætisráðherra sagði á Twitter í morgun að þetta myndi leiða til að líf færðist í í fyrra horf og að hjól efnahagslífsins færu af stað á ný.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV