16 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru fimm ekki í sóttkví. Rúmlega þrettán hundruð sýni voru tekin. Einn greindist með veiruna við landamæraskimun.
Nú eru 204 virk smit á landinu, 172 þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Flestir þeirra smituðu eru á aldrinum 50-59 ára og næstflestir á aldrinum 30-39 ára.
637 eru í sóttkví og 996 í skimunarsóttkví. 40 eru á sjúkrahúsi með COVID-19, þar af eru tveir á gjörgæslu.
1,20% einkennasýna reyndust jákvæði, 1,38% sóttkvíar- og handahófsskimana og 1,04% þeirra sýna sem tekin voru við landamærin.