Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nýtt sjúkrahús reist á þremur mánuðum

01.12.2020 - 16:06
epa08854197 Madrid's regional President Isabel Diaz Ayuso (C), Madrid's Mayor Jose Luis Martinez-Almeida (L) and leader of the Spanish People's Party (PP) Pablo Casado (R), visit the newly-opened Isabel Zendal hospital in Madrid, Spain, 01 December 2020. The hospital, specifically designed for Covid-19 emergencies counts with little over 1,000 beds and 48 ICU beds to treat coronavirus or any other pandemic disease.  EPA-EFE/Chema Moya
Æðstu ráðamenn Madrídarhéraðs kynna sér nýja sjúkrahúsið. Mynd: EPA-EFE - EFE
Nýtt sjúkrahús var tekið í notkun í Madríd í dag, þremur mánuðum eftir að byggingaframkvæmdir hófust. Þar verður pláss fyrir meira en eitt þúsund sjúklinga meðan neyðarástand ríkir vegna COVID-19 farsóttarinnar.

Isabel Zendal byggingin er áttatíu þúsund fermetrar að stærð. Kostnaður við verkið var hátt í hundrað milljónir evra, um það bil sextán milljarðar króna.

Nýi spítalinn var reistur til að létta álagi af sjúkrahúsum í Madríd og nágrenni vegna faraldursins, sem hefur leikið Spánverja og ekki síst íbúa Madrídarhéraðs grátt. Búist er við að fyrstu sjúklingarnir verði lagðir inn í næstu viku. 116 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið ráðnir, að sögn heilbrigðisyfirvalda í héraðinu. Enn liggur ekki fyrir hvort fleiri verða ráðnir. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV