Magnað mark Berglindar tryggði Íslandi mikilvægan sigur

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Magnað mark Berglindar tryggði Íslandi mikilvægan sigur

01.12.2020 - 13:45
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann ótrúlega mikilvægan sigur í lokaleik sínum í undankeppni EM 2022. Sigur Íslands í dag gæti hafa tryggt íslenska liðinu þátttökurétt á EM.

Markalaust var í hálfleik þrátt fyrir marga góða spretti íslenska liðsins. Það var svo á 64. mínútu að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Le Havre í Frakklandi, kom Íslandi í 1-0 með stórkostlegu marki. 
 

Þessi úrslit þýða að Ísland er í kjörstöðu varðandi það að komast beint á EM 2022. Ísland endar undankeppnina í 2. sæti riðilsins á eftir Svíþjóð en þrjár þjóðir með bestan árangur í þriðja sæti tryggja sig beint á EM og sleppa því við umspil. 

Eins og sakir standa mun Ísland sleppa við umspil en þetta veltur þó á úrslitum í öðrum leikjum undankeppninnar. Mögulega verður Ísland búið að tryggja sér farseðilinn á EM síðar í kvöld en svo gæti farið að íslenska liðið þyrfti að bíða eftir úrslitum úr frestuðum leikjum sem spilaðir verða í febrúar og mars.