Aserskir hermenn með fána lands síns á húsi í Lachin. Mynd: EPA-EFE - AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY
Aserar hafa tekið við yfirráðum héruðum í kringum Nagorno-Karabakh, sem Armenar samþykktu að láta af hendi í nýju friðarsamkomulagi. Aserskar hersveitir héldu inn í héraðið Lachin í gær, en áður höfðu Aserar tekið héruðin Aghdam og Kalbajar.
Eins og þar tóku Armenar í Lachin með sér allt sem þeir gátu áður en her Asera kom og kveiktu sumir í húsum sínum þegar þeir yfirgáfu svæðið.
Eftir hrun gömlu Sovétríkjanna sögðu armenskir aðskilnaðarsinnar Nagorno-Karabakh úr lögum við Aserbaísjan og braust þá út stríð sem kostaði 30.000 lífið.
Misstu Aserara þá einnig svæði í kringum Nagorno-Karabakh, en í nýju friðarsamkomulagi sem ger var eftir sex vikna hernað samþykktu Armenar að láta hluta þessara svæða af hendi.