Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Aserar endurheimta svæði við Nagorno-Karabakh

01.12.2020 - 08:40
epa08854019 A handout still image taken from a video footage released by the press service of the Azerbaijan's Defence Ministry shows Azerbaijani servicemen saluting near an Azerbaijani flag planted on the roof of a building in the Lachin district, Azerbaijan, 01 December 2020. In accordance with signed by the Presidents of Azerbaijan and Russia, and Armenian Prime Minister the trilateral statement announcing the  ceasefire and halt of all military operations in the Nagorno-Karabakh conflict zone, Azerbaijani army units entered the Lachin region on 01 December 2020 and took it under the Azerbaijani control.  EPA-EFE/AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY HANDOUT MANDATORY CREDIT/BEST QUALITY AVAILABLE  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Aserskir hermenn með fána lands síns á húsi í Lachin. Mynd: EPA-EFE - AZERBAIJAN DEFENCE MINISTRY
Aserar hafa tekið við yfirráðum héruðum í kringum Nagorno-Karabakh, sem Armenar samþykktu að láta af hendi í nýju friðarsamkomulagi. Aserskar hersveitir héldu inn í héraðið Lachin í gær, en áður höfðu Aserar tekið héruðin Aghdam og Kalbajar.

Eins og þar tóku Armenar í Lachin með sér allt sem þeir gátu áður en her Asera kom og kveiktu sumir í húsum sínum þegar þeir yfirgáfu svæðið.

Eftir hrun gömlu Sovétríkjanna sögðu armenskir aðskilnaðarsinnar Nagorno-Karabakh úr lögum við Aserbaísjan og braust þá út stríð sem kostaði 30.000 lífið.

Misstu Aserara þá einnig svæði í kringum Nagorno-Karabakh, en í nýju friðarsamkomulagi sem ger var eftir sex vikna hernað samþykktu Armenar að láta hluta þessara svæða af hendi.