Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þrír í sóttkví við greiningu 8 nýrra innanlandssmita

30.11.2020 - 10:59
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
8 ný innanlandssmit greindust í sýnatöku gærdagsins. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Nú eru 187 í einangrun með COVID-19 og 716 í sóttvkí eftir að hafa komist í tæri við kórónuveiruna. 41 er á sjúkrahúsi með COVID-19, þar af 2 á gjörgæslu.

Þessum tölum ber að taka með nokkrum fyrirvara enda eru að jafnaði tekin færri sýni á sunnudögum og um helgar en aðra daga vikunnar.

541 sýni úr innanlandsskimun var rannsakað í gær. Hlutfall jákvæðra sýna var þess vegna 1,4 prósent.

Einn ferðalangur greindist með kórónuveirusmit við landamærin í gær og hann bíður mótefnamælingar til að sannreyna hvort smitið sé virkt.

Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri tölum. Fjöldi þeirra sem voru í sóttkví við greiningu var uppfærður á covid.is eftir að fréttin var birt. Það hefur verið lagfært hér.