Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Stjórnarflokkar afgreiða fjölmiðlafrumvarp

30.11.2020 - 17:14
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra hefur verið afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru með fyrirvara. Um nýtt frumvarp er að ræða en fyrra frumvarp Lilju um fjölmiðla náði ekki afgreiðslu.

Frumvarpinu verður dreift á vefsíðu Alþingis síðar í kvöld eða fyrramálið. Þá verða líka lögð fram frumvörp frá umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð og þjóðgarðastofnun en þar gera þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ýmsa fyrirvara. Þá er búist við að þingsályktunartillaga um rammaáætlun verði einnig lögð fram þar sem einnig eru gerðir fyrirvarar.

Í dag er síðasti dagur til að leggja fram þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jól.