Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, valdi í dag Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóra, í embætti fjármálaráðherra landsins. Raunar var greint frá því fyrir nokkrum dögum að það stæði til, en teymi Bidens sem undirbýr valdaskiptin Vestanhafs staðfesti í dag að Yellen hefði orðið fyrir valinu. Jafnframt var tekið fram að ef þingið samþykkti útnefninguna yrði hún fyrsta konan sem gegndi fjármálaráðherraembættinu í 231 árs sögu ráðuneytisins.