Eldur kviknaði í 20 tonna eikarbát sem liggur við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn og er slökkvilið enn að störfum. Tilkynnt var um eldinn þegar klukkan var gengin 20 mínútur í tólf og var þá sendur mannskapur frá tveimur stöðvum. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru slökkviliðsmenn um borð og búnir að slökkva mesta eldinn. Ekki er talið að aðrir bátar eða mannvirki séu í hættu.