Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Borgun segir upp nærri 30 manns

30.11.2020 - 10:50
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
29 starfsmönnum hjá fjármálafyrirtækinu Borgun hefur verið sagt upp. Þetta er hluti hópuppsagnar sem tilkynnt var um fyrir helgi.

Síðustu mánuði hafa stórnendur Borgunar ráðið til sín nærri 60 nýja starfsmenn til fyrirtækisins vegna breytingar á starfsemi þess. En á sama tíma hefur verið niðurskurður á öðrum sviðum, þar sem fólki hefur verið sagt upp.

Um er að ræða hópuppsögn sem var í samráðsferli fyrir helgi og trúnaður ríkti um, en Vinnumálastofnunar gaf út fyrir mistök að búið að væri að tilkynna umræddar uppsagnir til stofnunarinnar og að 35 manns yrði sagt upp.

Vinnumálastofnun spáir tæplega 11 prósenta atvinnuleysi á landinu í nóvember. 

Fréttastofa bíður nú eftir nýjustu upplýsingum um aðrar tilkynningar um hópuppsagnir sem bárust um helgina og í morgun. Fréttin verður uppfærð þegar þær berast.