Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Engin jólahátíð á Austurvelli út af Covid

29.11.2020 - 12:44
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Engin formleg dagskrá verður á Austurvelli í kvöld þegar kveikt verður á ljósum Óslóartrésins.

Reykvíkingar hafa fagnað tendrun jólaljósanna á Austurvelli með söng og hátíðardagskrá allt frá árinu 1952. Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að aflýsa dagskránni í ár. Þess í stað verður sýnt beint frá tendrun jólaljósanna í fréttum sjónvarps í kvöld.

Jólatréð verður óvenjumikið skreytt í ár, með þrefalt fleiri perum en venjulega og fimmtíu jólaslaufum. Þrettán eru hvítar, jafnmargar jólasveinunum, og þrjátíu og sjö rauðar. 

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV