Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sakar Ísraela um að myrða Írana fyrir Bandaríkjastjórn

28.11.2020 - 07:24
epa08846407 A handout photo made available by Iranian state TV (IRIB) official website shows  the scene of terror attack on top Iranian nuclear scientist Mohsen Fakhrizadeh, in the city of Damavand, northern of the capital city of Tehran,Iran, 27 November 2020. According to media reports, Iranian nuclear scientist Mohsen Fakhrizadeh was killed in a terror attack in the city of Damvand.  EPA-EFE/IRIB HANDOUT ATTENTION EDITORS: GRAPHIC CONTENT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - IRIB
Hassan Rouhani, forseti Írans, sakar Ísraela um að gegna hlutverki málaliða fyrir Bandaríkjastjórn, þegar útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad réðu Mohsen Gakhrizadeh, helsta kjarneðlisfræðing Írana, af dögum í gær. Rouhani sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis á vefsíðu forsetaembættisins í morgunsárið.

„Enn á ný eru illar hendur alheimshrokans ataðar blóði sonar þessarar þjóðar, með valdaránsstjórn Síonista í hlutverki málaliðans," segir í yfirlýsingu forsetans. Með hugtakinu alheimshroka vísa íranskir ráðamenn jafnan til Bandaríkjanna.

Ráðist á bíl hins myrta í útjaðri Teheran

Fakrizadeh var á ferð í bíl sínum, ásamt lífvörðum, skammt frá Teheran, þegar byssumenn létu til skarar skríða og hófu skothríð á bílinn. Fakrizaheh særðist alvarlega í bardaganum og var fluttur á sjúkrahús með hraði, þar sem hann lést af sárum sínum. Árásarmennirnir komust undan.

Stutt frá öðru ódæði í Íran sem eignað er Mossad og Bandaríkjunum

Skammt er síðan útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar myrtu feðgin á götu í Teheran, að líkindum að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir leyniþjónstumönnum að þar hafi verið á ferðinni háttsettur foringi Al-Kaída, Abdullah Ahmed Abdullah, og dóttir hans, Miriam, tengdadóttir Osama bin Ladens. Þessu neita Íranar og segja manninn hafa verið líbanskan háskólaprófessor í sagnfræði.