Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kvöldfréttir: Ráðuneyti gagnrýnir aðgerðaleysi skóla

28.11.2020 - 18:42
Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerir alvarlegar athugasemdir við aðgerðaleysi skólastjórnenda í Garðaskóla í eineltismáli sem þar kom upp. Foreldrar barnsins, sem varð fyrir eineltinu, segjast ráðþrota.

Lyfjastofnun hefur hafið undirbúning að dreifingu bóluefnis hér á landi. Innanlandssmitum heldur áfram að fjölga, tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. 

Stjórnvöld í Íran segja Ísraelsmenn ábyrga fyrir morðinu á fremsta kjarnorkuvísindamanni landsins í gær. Mótmælt hefur verið á götum úti en alþjóðasamfélagið hvetur til stillingar.

Of algengt er að fólk sé með óvirk eða léleg slökkvitæki á heimili sínu, sem koma að litlu gagni þegar eldur kviknar. Slökkvilið Fjarðabyggðar hvetur fólk til að skoða hvort þrýstingur sé á tækjunum.

Jólalegt var um litast á höfuðborgarsvæðinu í dag, þessa fyrstu helgi aðventunnar. Jólaþorpið var opnað í Hafnarfirði og í miðborg Reykjavíkur skemmtu krakkar sér á skautum. 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir