Dortmund missteig sig í toppbaráttunni

epa08849244 Dortmund's Mats Hummels (L) and Cologne's goalkeeper Timo Horn (R) during the German Bundesliga soccer match between Borussia Dortmund and 1. FC Koeln in Dortmund, Germany, 28 November 2020.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL / POOL CONDITIONS - ATTENTION: The DFL regulations prohibit any use of photographs as image sequences and/or quasi-video.
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Dortmund missteig sig í toppbaráttunni

28.11.2020 - 19:39
Sex leikir fóru fram í efstu deild í Þýskalandi í dag. Óvæntustu úrslit dagsins voru í Dortmund þar sem að heimamenn töpuðu gegn Köln. Bayern München er áfram í efsta sæti deildarinnar eftir sigur á Stuttgart.

Dortmund tapaði dýrmætum stigum í dag þegar að liðið tók á móti Köln á Signal-Iduna Park leikvanginum í dag. Gestirnir komust yfir strax á 9. mínútu með marki frá Ellyes Skhiri og hann tvöfaldaði forystu gestanna með öðru marki sínum eftir klukkutíma leik. Thorgan Hazard minnkaði muninn fyrir Dortmund þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en nær komst liðið ekki. 

Bayern München fór ekki vel af stað í sínum leik en Tanguy Coulibaly kom heimamönnum í Stuttgart yfir á 20. mínútu. Lið Bayern München var þó komið með forystu fyrir hálfleikinn með mörkum frá Kingsley Coman og Robert Lewandowski og Douglas Costa gulltryggði svo sigur Evrópumeistaranna með marki á 87. mínútu. Lið Bayern heldur því toppsætinu og er nú með 22 stig eftir 9 leiki, tveimur stigum meira en RB Leipzig sem sigraði Arminia Bielefeld 2-1 í dag.

Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg sem gerði 1-1 jafntefli gegn Freiburg. Þá aukast vandræði Schalke áfram en liðið tapaði 4-1 gegn Borussia M’gladbach í dag.

Úrslit dagsins:

Borussia Dortmund 1 - 2 Köln
0-1 Ellyes Skhiri ('9 )
0-2 Ellyes Skhiri ('60 )
1-2 Thorgan Hazard ('74 )

RB Leipzig 2 - 1 Arminia Bielefeld
1-0 Angelino ('29 )
2-0 Christopher Nkunku ('47 )
2-0 Alexander Sorloth ('73 , Misnotað víti)
2-1 Fabian Klos ('75 )

Union Berlin 3 - 3 Eintracht Frankfurt
1-0 Robert Andrich ('2 )
2-0 Max Kruse ('6 , víti)
2-1 Andre Silva ('27 )
2-2 Andre Silva ('37 )
2-3 Bas Dost ('79 )
3-3 Max Kruse ('82 )

Augsburg 1 - 1 Freiburg
0-1 Vincenzo Grifo ('64 )
1-1 Ruben Vargas ('80 )

Stuttgart 1 - 3 Bayern Munchen
1-0 Tanguy Coulibaly ('20 )
1-1 Kingsley Coman ('38 )
1-2 Robert Lewandowski ('45 )
1-3 Douglas Costa ('87 )

Borussia M’gladbach 4 - 1 Schalke
1-0 Florian Neuhaus (15)
1-1 Benito Raman (20)
2-1 Oscar Wendt (36)
3-1 Marcus Thuram (52)
4-1 Hannes Wolf (80)